UM STOFUNA

Það hefur ávallt verið áherslumál hjá mér að veita aðgengilega lögfræðiþjónustu þar sem að sá sem þjónustuna sækir er frá upphafi meðvitaður um hvað hann er að leggja út í og upplifir að hann hafi haft hag af því. AVA Legal er lögmannsstofa sem hefur það að markmiði að tryggja skýr og góð samskipti á öllum stigum mála og bjóða upp á vandaða lögfræðiþjónustu þar sem verkefnin og kostnaðurinn eru sniðin að þörfum hvers og eins. Ég sinni jafnt stórum verkefnum sem smáum fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk þess sem ég veiti ráðgjöf. Sérsvið mín eru helst málflutningur, bæði í einkamálum og sakamálum, og rekstur bótamála sem lesa má nánar um á BÓTAMÁL.IS sem er sérstaklega tileinkað persónutjónamálum. Ef þú telur þig hafa mál í höndum og vilt fá álit á því máttu gjarnan hafa samband og saman getum við ákveðið hvort tilefni sé til að aðhafast frekar.

- Arnar Vilhjálmur Arnarsson, héraðsdómslögmaður

ÞJÓNUSTAN

RÁÐGJÖF

Boðið er upp á lögfræðilega ráðgjöf á ýmsum sviðum lögfræðinnar sem veitt er á staðarfundi eða í gegnum fjarfundabúnað. Þannig gefst þér tækifæri á að fá sérfræðilega ráðgjöf og leiðbeiningar um réttarstöðu þína.

MÁLAREKSTUR

Stofan tekur við og annast rekstur mála og fylgir þeim eftir allt til enda. Mikilvægt er að mál séu unnin með skipulegum hætti og því er lögð áhersla á að viðskiptavinur sé alltaf meðvitaður um næstu skref í ferlinu.

MÁLFLUTNINGUR

Málflutningur er eitt helsta sérsvið stofunnar og nær það til alls málareksturs fyrir héraðsdómstólum, allt frá þingfestingu mála og þar til endanleg sátt eða dómur fæst. Tekur stofan að sér bæði einkamál og sakamál.

SKJALAGERÐ

Mikilvægt er að vandað sé til verka við samningu lögfræðilegra skjala svo sem erfðaskráa, kaupmála og samninga. Stofan annast alla helstu skjalagerð á sanngjörnu og fastákveðnu verði og veitir samhliða ráðgjöf í tengslum við samin skjöl án aukins kostnaðar.

HAFA SAMBAND

Það kostar ekki að spyrja! Ekkert gjald er tekið fyrir fyrsta fund eða viðtal þar sem farið er yfir málið og kannað hvort grundvöllur sé til þess að aðhafast frekar í því.

LÁGMÚLI 7, 108 REYKJAVÍK

arnar@avalegal.is

+354 516 4000

KOSTNAÐUR

Verk eru ýmist unnin eftir tímagjaldi, hagsmunatengdri þóknun eða samkvæmt fyrirfram umsömdu verði - allt eftir tegund verks og samkomulagi aðila. Áhugasamir um þjónustuna eru hvattir til þess að hafa samband, en fyrsti fundur er þér að kostnaðarlausu. Þar gefst þér færi á að bera upp álitaefni eða hugsanlegt verk og í kjölfarið er hægt að ákveða hvort eða hvernig samið er um verk og framvindu þess.